Ég, María Reykdal er rósabóndi og framleiði og sel rósir á Starrastöðum í Skagafirði. Í framleiðslunni myndast mismunandi úrgangur, svo sem knúppar, greinar og laufblöð sem eru ekki hægt að selja. Okkur langaði að nota þennan úrgang til að framleiða matvæli, eins og rósasykur, rósasalt, rósasulta, rósasmjör, rósate og fleira.
Þetta er enn á tilraunastigi og við erum að prófa og smakka okkur áfram. Rósasortirnar eru mismunandi og hafa mismunandi bragð. Við fengum nýlega styrk um 3 milljónir króna frá Matvælasjóði fyrir þetta verkefni.
Við byrjum á að prufa framleiðslu á Starrastöðum og smakka út hvað er möguleiki. Þegar þörfin er til staðar, gætu sumir þættir af framleiðslunni farið fram í húsnæði Biopol á Skagaströnd.
Ég og mínar tvær dætur munum vera að stýra þessu verkefni. Styrkurinn er veittur fyrir sex mánaða tilraunir og framkvæmdir, og ef þær fara vel, er þá áætlað að byrja á framleiðslu og markaðssetningu.
Við erum að hugsa um að opna kaffihús með sérstöku rósasala á garðyrkjustöðinni, þar sem okkur langar að selja þessar nýju afurðir, ásamt kaffi og rósum:)
Sumar vörur eru nú þegar komnar í sölu hér á síðuni okkar :)


Endilega kýkjið á það: Sjá úrval